Á Hótel Rangá eru 52 herbergi, sem eru fallega hönnuð með áherslu á þægindi og lúxus. Þar á meðal eru í boði glæsilegar svítur en hönnunin á þeim tekur mið af heimsálfunum og eru þær nefndar eftir þeim. Stærsta svítan er Brúðarsvítan (“The Royal suite”) og er með þeim glæsilegri á landinu.
Standard herbergin eru búin helstu nútíma þægindum til að gera dvölina sem ánægjulegasta. Fallegt útsýni er að Heklu.
Deluxe herbergin eru flest búin tvíbreiðu hjónarúmi ásamt helstu nútíma þægindum. Falleg sýn er að Heklu eða Eystri-Rangá.
Smekkleg hönnun heimsálfusvítanna gleður svo sannarlega augað og allur útbúnaður í svítunum er glæsilegur. Notalegt umhverfi heimsálfusvítanna uppfyllir ströngustu kröfur viðskiptavina.
Vinsamlegast athugið að hægt er að búa um aukarúm í Deluxe herbergjum og Svítum.
Verð fyrir auka manneskju:
Börn 6 ára og yngri dvelja án endurgjalds.
7000.- kr per nótt (morgunverður innifalinn í verði) fyrir 7 ára og eldri
Hægt er að fá barnarúm (0-2 ára) í öll herbergi.
Í sumum svítum er hægt að fá fleiri en eitt aukarúm.
Heitu pottarnir sem eru staðsettir fyrir utan hótelið fullkomna dvölina.
Við getum undirbúið herbergi gesta að þeirra ósk svo að dvölin verði sem ánægjulegust.
Það er ýmislegt í boði til að setja inn á herbergi við komu fyrir sérstök tilefni.
Ýtið hér fyrir nánari upplýsingar.
Hægt er að bóka nudd á hótelinu.
Hótelið er opið allt árið.
Vinsamlega hafið samband við starfsfólk hótelsins til að fá upplýsingar um verð á gistingu.
hotelranga@hotelranga.is
Sími: 487 5700
-
Svítur
Heimsálfu-svíturnar eru sannarlega einstakar. Glæsileg hönnun, innréttingar og listaverk eru í hverri svítu fyrir sig og bera einkenni hverrar heimsálfu sem gefur gestum þá tilfinningu að þeir séu að stíga inn í annan menningarheim þar sem afslöppun, lúxus og þægindi eru í fyrirrúmi. Svíturnar eru frá 42-77m² að stærð.
-
Deluxe herbergi
Þægindi og notalegheit eru einkunnarorð Deluxe herbergjanna. Flest öll herbergin eru með tvíbreiðu hjónarúmi (King-size), fyrir utan fjögur þeirra sem eru búin aðskildum rúmum en það má auðveldlega breyta þeim í hjónarúm. Falleg sýn til þriggja átta, þ.á.m. að Heklu og Eystri-Rangá.
-
Standard herbergi
Standard herbergin eru hlýleg og þægileg. Þau eru með aðskildum rúmum sem má auðveldlega breyta í hjónarúm. Fallegt útsýni er að Heklu.