Hótel Rangá býður upp á fyrirtaks fundaraðstöðu og þjónustu sem hentar fyrir fundi, námskeið og stefnumótunarvinnu. Á annarri hæð hótelsins er glæsileg fundaraðstaða sem samanstendur af tveimur fundarsölum. Í sölunum er þráðlaust net, skjávarpi og annar búnaður sem þarf fyrir fundi.
Svæðið í kringum Hótel Rangá býður upp á fjölbreytta afþreyingamöguleika til að hópurinn njóti sín sem best saman. Teymið okkar er þaulvant að skipuleggja dagskrá sem hentar fjölbreyttum hópum bæði hvað varðar afþreyingu og hópefli.
Eftir annasaman dag er tilvalið að gleyma stað og stund í heitu pottunum og njóta sælkerakvöldverðar á margrómuðum veitingastað Hótel Rangár.
Vinsamlegast hafið samband í síma 487-5700 eða með tölvupósti á hotelranga@hotelranga.is fyrir bókanir og nánari upplýsingar.