Veitingastaður

Veisla fyrir bragðlaukana á hinum margrómaða veitingastað Hótel Rangár

Meginþema matseðilsins er norrænt en ber þó einnig keim af frönsku og ítölsku eldhúsi. Fjölbreytt úrval rétta er í boði en mælt er sérstaklega með sjávarréttarsúpunni, sveitaplattanum sem inniheldur kjöt úr héraði, rangárlaxinum og síðast en ekki síst íslenska fjallalambinu sem hlotið hefur mikla hylli matgæðingsins. Einnig ber að nefna okkar sívinsælu súkkulaðiskyrköku sem svíkur engan.

 Veitingastaðurinn á Hótel Rangá er í fyrsta gæðaflokki enda er um mikinn metnað að ræða af hálfu hótelsins. Lögð er áhersla á persónulega þjónustu og ferskt og staðbundið hráefni af bestu fáanlegu gæðum sem völ er á hverju sinni.

    

Við bjóðum uppá fjögurra rétta árstíðabundinn kvöldverðarseðil allt árið um kring sem hlotið hefur lof gestanna okkar. Þar ríkja árstíðarnar og bjóðum við upp á vetrarseðil, vorseðil, sumarseðil, haustseðil, villibráðarseðil og jólaseðil. Skandinavíska jólahlaðborðið á Hótel Rangá er margrómað en mörg fyrirtæki bóka þetta vinsæla hlaðborð með árs fyrirvara til að tryggja sér örugglega sæti. 

Vínlistinn er langur með fjölbreyttu úrvali góðra vína frá bestu framleiðendunum sem munu ekki svíkja kröfuharða kunnáttumenn á sviði vínfræða.

Veitingastaðurinn rúmar allt að 100 manns og í ráðstefnusölunum á annarri hæð eru sæti fyrir allt að 90 manns til viðbótar.

    

 

Opnunartímar veitingastaðarins

  • Morgunmatur (maí til september) 07:00 - 10:00
  • Morgunmatur (október til apríl) 08:00 - 10:00
  • Hádegismatur 12:00 - 15:00
  • Kvöldverður 18:30 - 22:00
  • Kvöldverður (Jólahlaðborð) 19:30 - 22:00 (Hefst með jólaglöggi kl. 19:00)

 

Inspired by Iceland